hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
31.1.2016

Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði á RIG 2016 leikunum í keilu

 

Rikke Holm Agerbo sigraði RIG2016Núna rétt í þessu var að ljúka keppni í keilu á RIG 2016 í Keiluhöllinni Egilshöll. Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði í úrlsitum með 3.825 pinnum eða 239 í meðaltal. Þetta er í annað sinn sem Rikke sigar á RIG móti í keilu en hún vann einnig árið 2011. í öðru sæti varð Hafþór Harðarson úr ÍR með 3.786 pinna eða 237 í meðaltal. Alls voru leiknir 10 leikir í úrslitum hjá þessum keilurum og var spennan alveg fram í síðustu köstin hjá þeim. Rikke hafði leitt mótið í úrslitakeppninni en Hafþór sótti gríðarlega á hana í síðustu leikjunum.

Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR náði fullkomnum leik í úrslitakeppninni eða 300 pinnum. Tvö önnur Íslandsmet voru sett á leikunum en það voru þau Dagný Edda úr Keilufélagi Reykjavíkur (KFR) og Steinþór Jóhannsson einnig úr KFR sem settu hvort sitt metið í 6 leikja seríu í forkeppni mótsins.

Lokastaða eftir 10 manna úrslit var þessi:

1. Rikke Holm Agerbo frá Danmörk
2. Hafþór Harðarson úr ÍR
3. Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR
4. Stefán Claessen úr ÍR
5. Frederik Öhrgaard frá Danmörk
6. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR
7. Jesper Agerbo frá Danmörk
8. Gústaf Smári Björnsson úr KFR
9. Steinþór Jóhannsson úr KFR
10. Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR

Alls tóku 61 keilarar þátt í mótinu í ár þar af 4 sterkir erlendi keilarar. Spilaðir voru samtals 834 keiluleikir af öllum þátttakendum í mótinu. Til að komast í úrslit þurfti 224 í meðaltal. Hæsti leikurinn var eins og áður sagði 300 og sá næsti þar á eftir 290.

Um leið og við í keiludeil ÍR viljum þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna á þessu frábæra móti óskum við að sjálfsögðu Rikke og öðrum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Eftir ár verður RIG2017 en það verður þá í 10. sinn sem þeir leikar fara fram og þá í 9. sinn sem ÍR tekur þátt með þessu móti.
RIG2016_Keila_Urslit_top4
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_01
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_04
RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_03