hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
7.2.2016

Guðni Valur Guðnason, ÍR með Íslandsmet í kringlu innanhúss

Það eru fleiri en Stórmótskeppendur sem eru að gera góða hluti um helgina. Guðni Valur Guðnason hélt til Botnia í Finnlandi á boðsmót í köstum innanhúss. Guðni gerði sér lítið fyrir og kastaði kringlunni 58.59 m innanhúss og keppti svo í kúluvarpi og kastaði 17,17m sem er bæting hjá honum og gaf honum 4. sætið. Guðni Valur sem var valinn frjálsíþróttakarl ÍR á dögunum er í mikili framför þessa dagana og keppir aftur í kringlukasti á móti í Vaxjö Svíþjóð um næstu helgi. Til hamingju Guðni Valur og Pétur.