hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
7.2.2016

20. Stórmótinu lauk með glans.

Það má segja að mikil bætingaalda hafi farið yfir Laugardalshöllina um helgina en um 800 bætingar litu dagsins ljós. Fjöldi mótsmeta bættist við á sunnudeginum auk þess sem tvö aldursflokkamet féllu en þar kom við sögu ÍR-ingarnir Tristan Freyr Jónsson sem hljóp 60m grindahlaup á 8,23 s og Hildigunur Þórarinsdóttir sem stökk 11,55m í þrístökki 16-17 ára. Bæði settu þau mótsmet. Tvö Færeysk met voru sett en þar var á ferðinni hin 23 ára gamla Rebekka Fuglö í bæði 800m og 1500m. 800m tími hennar var jafnframt mótsmet.

Þeir sem settu mótsmet í dag voru.

Sindri Freyr Sigurðsson, Hekla, 60m grind, 13 ára 9,80 s

Hákon Birkir Grétarsson, Selfoss, 60m grind, 14 ára, 9,31 s

Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, þrístökk, 14-15 ára, 12,31 m

Styrmir Dan Hansen Steinunnarson, Þór, 17 ára hástökk 2,00 m og 60m grind 8,61 s

Glódís Edda Þuríðardóttir, UFA, 13 ára, 200m 27,31 s

Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, UFA, 11-13 ára, 60m grind 9,86 s, langstökk 4,90 m

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, 15 ára, þrístökk, 11,15 m

Guðbjörg Bjarkadóttir, FH, 16-17 ára, 60m grind 9,08 s

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, 16-17 ára, hástökk 1,68 m

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH, 60 m grind, 8,68 s