hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
9.2.2016

Frábær árangur ÍR-inga á 20. Stórmóti ÍR

Frjálsíþróttafólk ÍR á öllum aldri stóð sig með miklum sóma á 20. Stórmóti ÍR sem haldið var um helgina í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Þátttakan, verðlaunin og metin 
ÍR-ingar áttu fjölmennasta keppendahóp allra 34 félaganna sem tóku þátt í mótinu eða 142 keppendur. ÍR-ingar unnu til langflestra verðlauna allra félaga en alls stigu ÍR-ingar 86 sinnum á verðlaunapallinn, þar af fengu þeir 24 gull, 37 silfur og 25 bronsverðlaunapeninga.  FH-ingar voru í öðru sæti í verðlaunakapphlaupinu með 55 verðlaun.  Þrjú Íslansmet í aldursflokkum voru bætt eða jöfnuð á mótinu og það vor allt ÍR-ingar.  Aníta Hinriksdóttir í 400m hlaupi 20-22 ára 54.21 sek, Tristan Freyr Jónsson í 60m grindahlaupi 18-19 ára 8.23 sek og Hildigunnur Þórarinsdóttir jafnaði metið í þrístökki 16-17 ára 11.55m.  Mótsmetin féllu í 28 greinum af 86 og þar áttu ÍR-ingar einnig stærstan hlut eða 8 mótsmet sem eftirtaldir ÍR-ingar settu:
Óðinn Björn Þorseinsson kúluvarp karala  18,92m
Tristan Freyr Jónsson 60m gr. pilta 18-19 ára 8,23 s
Birgir Jóhannes Jónsson þrístökk pilta 15 ára 12,31m
Ívan Óii Santos 60m 13 ára pilta 8,05 s
Aníta Hinriksdóttir 400m hlaup 20-22 ára stúlkna 54,21 s
Hildigunnur Þórarinsdóttir þrístökk 16-17 ára stúlkna 11,55 m
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir 60m hlaup 15 ára stúlkna 7,89 s
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir þrístökk 15 ára stúlkna 11,15 m
Viðurkenningar í tilefni 20. Stórmóts ÍR
Sigurvegurum í keppnisgreinum fyrsta Stórmóts ÍR sem haldið var 1997 var sérstaklega boðið til mótsins og heiðraðir við athöfn í Höllinni á laugardeginum.  Þetta voru Vala Flosadóttir sem setti heimsmet unglinga á fyrsta mótinu, Jón Arnar Magnússon sem sigraði í þríþraut, Þórdís Gísladóttir sem sigraðir í hástökki, Ólafur Guðmundsson og Guðný Eyþórsdóttir sem sigruðu í 50m hlaupum.  Jóna Þorvarðardóttir aldursforseti sjálfboðaliðanna sem störfuðu við mótið hlaut sjálfboðaliðabikarinn sem gefinn var af Dóru Gunnarsdóttur til minningar um Katrínu Atladóttur.  Þá voru Áslaug Ívarsdóttir, Oddný Árnadóttir, Friiðrik Þór Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson heiðruð fyrir ómetanlegt framlag til Stórmóta ÍR en þau hafa öll starfað við framkvæmd mótanna frá upphafi.
Sjónvarpsþáttur á RUV um Stórmót ÍR
Ríkissjónvarpið vinnur nú að gerða sjónvarspþáttar um sögu mótsins.  Samúel Örn Erlingsson og aðstoðarmenn mynduðu keppnina um helgina og tóku fjölda viðtala.  Þátturinn verður sýndur á næstu vikum á RUV og verður blanda af nýju og eldra efni.  
Bætingarnar og framkvæmdin
Að halda frjálsíþróttamót svo vel fari með 900 þátttakendum frá 34 félögum þar sem keppt er í 86 keppnisgreinum á tveimur dögum er stórvirki. Þrátt fyrir metþátttöku tókst vel til við framkvæmdina og góð stemmning einkenndi keppnina báða dagana en alls voru sett 734 persónuleg met.  Þetta var allt gert mögulegt af ríflega 130 starfsmönnum og dómurum úr röðum ÍR-inga sem unnu á 250 fjögurra tíma vöktum sem framkvæmdu mótið.

Til hamingju ÍR-ingar.