hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
12.2.2016

Spennandi keppni á NM í fjálsum, ÍR-ingar í eldlínunni

NM í frjálsíþróttum fer fram í Vaxjö laugardaginn 13. febrúar. Ísland á 9 keppendur í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur og eru 5 ÍR-ingar meðal keppenda. Aníta Hinriksdóttir keppir í 800m, Hulda Þorsteinsdóttir í stangarstökki, Þorsteinn Ingvarsson í langstökki, Guðni Valur Guðnason í kúluvarpi og kringlukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi.

Aníta á bestan tíma keppendanna í 800m eða um 1 sek betri tíma en baráttan verður hörð. Hulda mun fá gríðarlega góða keppni og vonandi tekst henni vel til í atrenunni og sýnir hvað í henni býr. Guðni og Óðinn munu eiga við ramman reip að draga í kúlunni en allt getur gerst í íþróttunum en þeir hafa báðir verið í sókn á undanförnum mótum. Í langstökkinu verður mikil keppni milli 4 keppenda um 4. - 8. sætið og spennandi verður að fylgjast með þeirri baráttu. Kristján Gissurarson, Pétur Guðmundsson og Gunnar Páll Jóakimsson eru allir í Vaxjö með sínu fólki. Óskum öllum keppendum Íslands góðs gengis.