hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
13.2.2016

Aníta Hinriksdóttir norðurlandameistari í 800m hlaupi, frábær tími

Norðurlandameistarmótið innanhúss stendur nú sem hæst í Vaxjö. Aníta Hinriksdóttir opnaði keppnisdaginn fyrir Íslendingana með glans þegar hún sigraði í 800m á 1:01.59 mín sem er hennar næstbest tími innanhúss frá upphafi en hún á best 1:01.56 mín. Norska stúlkan varð önnur og setti norskt met. Það gekk ekki eins vel hjá Huldu Þorsteinsdóttur í stangarstökkinu en hún náði ekki að stökkva yfir byrjunarhæð 3.72 m.
Keppni er að hefjast í langstökki þar sem Þorsteinn Ingvarsson stekkur fyrir Ísland.

Hafdís Sigurðardóttir hefur einnig lokið keppni en hún gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti með 6.33 m jafnlangt og sú í 3. sætinu en Hafdís var með lengra næst besta stökk en þetta var sannkallað cm stríð þar sem sú 4. stökk 6.30m. Hafdís á best 6.54 m sem hefði nægt til sigurs.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir landaði bronsi í 400m hlaupi á 54,48 sek sem er 8/100 s frá hennar besta tíma innanhúss. Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp nú rétt í þessu 200m hlaup og varð í 4. sæti í sínum riðli á 24.78 sek en hún átti best 24.93 sek. Þorsteinn Ingvarsson hefur lokið keppni í langstökki en hann varð í 7. sæti með 7.14 m. Kúluvarpinu er nú lokið og varð Óðinn Björn Þorsteinsson í 4. sæti með 17,83 m og Guðni Valur Guðnason í 8. sæti með 16.35 m sem er nokkuð frá þeirra besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð 7. í 200m á 21,84 sek.