hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
14.2.2016

Hlynur Andrésson ÍR með Íslandsmet í 1 mílu innanhúss

Hlynur Andrésson ÍR situr ekki auðum höndum samhlið námi sínu í USA en hann hefur verið ötull við að keppa og hlaupa góðan tíma undanfarið. Um helgina hljóp hann 1 mílu hlaup (1609m) á 4:06.46 mín og bætt sitt eigið Íslandsmet frá árinu 2015 um 3 sekúndur. Hann hljóp einnig 5000m á 14:23,00 mín sem er bæting um 4 sek en Íslandsmet Kára Steins Karlssonar síðan 2008 er 14:08 mín. Hlynur hljóp svo 3000m á 8:18,98 mín nú nýverið sem er um 8 sek lakari tími en Íslandsmet Kára Steins innahúss. Hlynur á best 8:13,55 mín innanhúss síðan fyrir nákvæmlega ári síðan. Flottur árangur hjá Hlyni og óskum við honum góðs gengis áfram.