hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
20.2.2016

MÍ í frjálsíþróttum, ÍR með 6 titla á fyrri degi

Lið ÍR keppti í dag á MÍ innanhúss í Laugardalshöll. Fyrsti titillinn kom þegar Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í 1500m hlaupi á 4:59,66 mín. Andrea er greinilega í góðu formi þrátt fyrir að hafa verið fjarri hlaupabrautinni um tíma. Næsti titill kom þegar Mark Johnson sigraði í stanarstökki með 4.72 m, Tristan Freyr Jónsson varð í 2. sæti með 4.62 m sem er hans besti árangur inni.  Ívar Kristinn Jasonarson gerði sér lítið fyrir og sigraði í 400m hlaupinu og varð sjónarmun á undan næsta manni. Ívar og Tristan urðu í 4. og 5. sæti í 60m. Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kúluvarpinu með 17.99m. Þorsteinn Ingvarsson sigraði í þrístökkinu með 13,76m. Aníta Hinriksdóttir sigraði á fínum tíma í 400m 54.84 sek og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð 3. Guðbjörg varð einnig í 3. sæti í 60m á eftir Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur sem varð 2. Vilborg María Loftsdóttir varð 2. i langstökki með 5,40m og Thelma Lind Krístjánsdóttir varð 2. í kúluvarpi.

Eftir fyrri dag leiða ÍR ingar stigakeppni félaganna með 18186 stig en FH er í 2. sæti með 10967 en gefin eru stig fyrir árangur og árangur sem gefur 600 stig og meira telur í stigakeppninni. Keppni heldur áfram á morgun.