hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
21.2.2016

ÍR sigraði MI aðalhluta innanhúss með 34.413 stig og 13 titla

ÍR átti annan góðan dag á seinni keppnisdegi MÍ. Aníta Hinriksdóttir hljóp glæsilegt sólohlaup 2:03,56 mín og Þorsteinn Ingvarsson tryggði sér sigur í langstökkinu í síðustu tilraun með 7.29m en mikið cm stríð hafði verið í langsökkskeppninni milli hans og Kristins Torfasonar FH. Þorsteinn stökk 6.95 m, Kristinn 6,99m, Þorsteinn 7.11m og Kristinn 7.12 og svo kom 7,29 hjá Þorsteini. Tristan Freyr Jónsson sigraði í 60m grindahlaupi 8,23 sek sem er nýtt Íslandsmet í flokki 19 ára og yngri og þar með tekur Tristan til sín enn eitt piltametið. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir sigraði í 200m hlaupinu á 24.89 sek. Bogey Ragnheiður Leósdóttir sigraði í stangarstökkinu með 3,72 m og Vilborg María Loftsdóttir í þrístökki með 10,94 m, 2 cm lengra en stalla hennar úr ÍR Helga Margrét Haraldsdóttir. Kalasveit ÍR í 4 x 400m boðhlaupi vann til gullverðlauna.

ÍR sigraði með 34.413 stig, FH varð í 2. sæti með 21.588 stig og Breiðablik í 3. sæti með 12.564 stig. ÍR konur og ÍR karlar unnu sínar stigakeppnir með glæsibrag og má segja að ÍR liðið hafi skilað glæsilegri helgi með 13 Íslandsmeistaratitla.