hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
22.2.2016

Aðalfundur keildudeilar ÍR

IR_logoAðalfundur keiludeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 2. mars n.k. í félagheimili ÍR Skógarseli 12 kl. 20:00 – Léttar veitingar á staðnum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, hafa áhrif á starfsemina og taka þátt í að móta starf deildarinnar. Framundan er t.d. ársþing KLÍ og ræða þarf þær áherslur sem við viljum koma á framfæri.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
  3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár
  4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
  5. Kosinn formaður
  6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara
  7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins
  8. Ákveðin æfingagjöld
  9. Önnur mál

Stjórn Keiludeildar ÍR