hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
26.2.2016

Framkvæmdir hafnar við frjálsíþróttavöll ÍR í Mjódd

image2

Framkvæmdir hófust við gerð nýs frjálsíþróttavallar ÍR í Mjóddinni miðvikudaginn 17. febrúar s.l.  Gleypnir verktakar ehf sjá um fyrsta hluta framkvæmdanna sem er tilflutningur á 5.500 rúmmetrum af jarðefni sem verður jafnfram notað sem farg ofan á vallarsvæðið.  Fargið þarf að standa í tólf mánuði og því er útlit fyrir að seinni part sumars 2017 hefjist frjálsíþróttastarfsemi af fullum krafti á nýjum velli á ÍR svæðinu.  Tuttugu og fjögur ár eru liðin frá því að gerviefni var lagt á hlaupa- og stökkbrautir Laugardalsvallar sem allan þann tíma hefur verið eini nothæfi æfinga og keppnisvöllur frjálsíþróttamanna í Reykjavík.  Meðfylgjandi myndir eru teknar á framkvæmdasvæðinu.