hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
28.2.2016

MÍ 15-22 ára fyrri dagur, úrslit í stúlknaflokki

ÍR stúlkurnar háðu harða keppni við stöllur sínar úr öðrum félögum sem og sín á milli á fyrri degi MÍ 15-22 ára. Uppskeran var 7 gull og fjöldinn allur af silfrum, bronsum og síðast en ekki síst persónulegum bætingum.

Þrefalt í 60m stúlkna 15 ára þar sem Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst eins og hún gerði einnig í 400m og í langstökki. Helga Margrét Haraldsdóttir kom fast á hæla hennar í 60m og langstökki en hún varð 2. í hástökkinu. Hildigunnur Þórarinsdóttir sigraði í 60m en ÍR átti 4 af 8 í úrslitum. Thelma Lind Kristjánsdóttir sigrði í 60m og kúluvarpi og varð 2. í langstökki í flokki 18-20 ára. Hún bætti sig bæði í 60m og í kúluvarpinu.

Öflugur dagur hjá ÍR-ingum bæði í keppni og framkvæmd mótsins.