hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
28.2.2016

Ungmennalið frjálsíþróttadeildar Íslandsmeistari innahúss í 12 sinn sl. 14 ár

Frjálsíþróttalið ÍR í flokki 15-22 ára fagnaði glæsilegum sigri í heildarstigakeppni félagsliða á Íslandsmótinu í Laugardalshöll í dag. Liðið landaði hvorki meira né minna en 580 stigum yfir helgina. Lið FH varð í 2. sæti með 263 stig og Breiðablik í 3. sæti með 187 stig. Lið ÍR sigraði í öllum innbirgðis keppnum aldursflokkanna nema í flokki 18-19 ára pilta og 20-22 ára stúlkna en þar sigruðu lið FH.

ÍR hlaut 8  Íslandsmeistaratitla í piltaflokki á seinni degi. Þorvaldur Tumi Baldursson sigraði í 200m, og sveit ÍR sigraði í 4 x 200m boðhlaupi en Þorvaldur Tumi, Úlfur Árnason, Ingvar F. Snorrason og Birgir Jóhannesson skipuðu sveitina. Birgir, Þorvaldur og Úlfur röðuðu sér svo í þrjú efstu sætin í þrístökki, glæsileg frammistaða það.

Úlfur sigraði stangarstökkið og Þorvaldur varð 2. Bjarki Freyr Finnbogason sigraði í 200m en sveit ÍR í 4 x 200m boðhlaupi með Bjarka Frey, Árna Árnason, Markús Inga Hauksson og Einar Luther Heiðarsson innanborð hlaut gullverðlaun.

Óskar Magnús Harðarson og Leó Gunnar Víðisson sigruðu í stangarstökki sinna aldursflokka.

Glæsilegur árangur hjá ÍR piltum.