hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
28.2.2016

ÍR stúlkur með glæsilegan árangur á seinni degi, einnig Íslands- og mótsmet.

ÍR stúlkur mættu galvaskar til leiks á öðrum degi Meistaramóts Íslands í flokki 15-22 ára og lönduðu 10 Íslandsmeistara titlum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 200m á nýju mótsmeti og með sinn besta árangur frá upphafi innanhúss 25,08 sek. Sveit 15 ár stúlkna hljóp síðan glæsilegt 4 x 200m boðhlaup sem setti mótsmet en sveitina skipuðu Guðbjörg Jóna, Linda Líf, Helga Margrét Haraldsdóttir og Þóra Kristín Hreggviðsdóttir. Guðbjörg Jóna sigraði síðan einnig í 60m grindahlaupi. Helga Margrét Haraldsdóttir sigraði í þrístökki. ÍR stúlkur röðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupinu en Dagbjört Lilja Magnúsdóttir varð fyrst í mark. Hildigunnur Þórarinsdóttir sigraði bæði í 60m grindahlaupi og þrístökki og í þristökki setti hún bæði mótsmet og Íslandsmet í flokki 16-17 ára. Í 4 x 400m boðhlaupi 20-22 ára Margrét Lilja Arnarsdóttir, María Nathalie Mai, Margrét Hlín Harðardóttir og Vilborg María Loftsdóttir,

Stella Kristjánsdóttir Sulca sigraði í stangarstökki 15-16 ára og Bogey Ragnheiður Leósdóttir í flokki 20-22 ára.