hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
3.3.2016

Frá aðalfundi keiludeildar

Aðalfundur keiludeildar ÍR var haldinn í gærkvöldi miðvikudaginn 2. mars. Breytingar urðu á stjórn deildarinnar en þeir Hörður Ingi Jóhannsson formaður og Þórarinn Már Þorbjörnsson meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Í stjórn voru kosin þau: Jóhann Ágúst Jóhannsson sem formaður, Andrés Haukur Hreinsson, Sigríður Klemensdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Svavar Þór Einarsson. Daníel Rodriguez og Karen Hilmarsdóttir voru kjörnir varamenn. Stjórn skiptir með sér verkum á 1. fundi sínum sem haldinn verður bráðlega. Hér má sjá fundargerð aðalfundar og hér skýrslu stjórnar.