hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
3.3.2016

Bikarhelgi framundan, ÍR stefnir á að verja titilinn !

Frjálsíþróttadeild ÍR sendir öflugt lið í 10. Bikarkeppni FRÍ sem haldin er í Kaplakrika laugardaginn 4. mars. Lið ÍR etur þar kappi við lið FH, sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar, lið Norðurland, Breiðablik og Ármann. ÍR hefur sigrað þrjú ár í röð og þar á undan 5 ár í röð en Bikarkeppnin er nú haldin í 10. sinn. ÍR stefnir að sjálfsögðu á sigur og sem flesta Bikarmeistaratitla og bætingar. Flest af besta frjálsíþróttafólk landsins keppir á mótinu þar á meðal Aníta Hinriksdóttir sem undirbýr sig nú af kappi fyrir HM fullorðinna í Oregon í Bandaríkjunum. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og hvetja íþróttafólkið til dáða en keppni hefst með stangarstökki kvenna kl. 12:30 lýkur með boðhlaupum um kl. 16. Áfram ÍR.