hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
5.3.2016

Lið ÍR hársbreidd frá því að verja Bikarmeistaratitil sinn

bikar inni 16Bikarlið ÍR var aðeins hársbreidd frá því að verja titil sinn frá því í fyrra í keppni í Kaplakrika í dag. Liðið var 2 stigum á eftir FH sem hlaut 98 stig. ÍR konur og FH konur voru jafnar að stigum eftir boðhlaupin en IR var með 2 færri sigra og því fór lið FH heim með bikarinn. Karlalið ÍR var 2 stigum á eftir liði FH en liðin börðust hart allt til enda.

Bikarmeistarar úr röðum ÍR inga:

Andrea Kolbeinsdóttir 1500m ; Thelma Lind Kristjánsdóttir 60m og kúluvarp ; Aníta Hinriksdóttir 800m ; Bogey Ragnheiður Leósdóttir stangarstökk.

Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarp ; Þorsteinn Ingvarsson langstökk og þrístökk ; Leó Gunnar Víðisson stangarstökk ;
Tristan Freyr Jónsson 60m grindahlaup, Ívar Kristinn Jasonarson 400m.

Það er á engan hallað þegar nafn Thelmu Lindar Kristjánsdóttur er nefnt sérstaklega en hún sigraði í 60m og kúluvarpi eins ólíkar og þær greinar eru og bætti sig í báðum greinum, til hamingju Thelma.

Keppnin var hörð og snörp en keppt er í 24 greinum á innan við 4 klst. Mikið var um bætingar, auk þess sem 5 mótsmet voru slegin í hástökki karla og kvenna, 400m og 800m en þar var Aníta á ferðinni. Eitt aldursflokkamet var auk þessa sett í þrístökki stúlkna. Flott barátta í sterku og skemmtilegu ÍR liði sem barðist og stóð sig vel alveg til enda. Takk fyrir flottan dag, ÍR keppendur og þjálfarar.