hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
6.3.2016

Lið ÍR fagnaði bikarmeistaratitli í flokki 15 ára og yngri

bikar 16 inni 15 og yLið ÍR varð í dag sigurvegari í bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri í Kaplakrika. Liðið hlaut 120,5 stig á móti 113,5 stigum sameiginlegs liðs UMSE og UFA. 9 lið öttu kappi í dag þar á meðal 2 lið frá ÍR en B-lið ÍR varð í 7. sæti með 53 stig.

Stúlkurnar í A-liðinu sigruðu sína stigakeppni en ÍR-A piltar urðu í 3. sæti

ÍR hlaut 5 bikarmeistaratitla í dag:
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem sigraði örugglega í 400m og langstökki en þar stökk hún 5,19 m sem er mótsmet. Helga Margrét Haraldsdóttir sigraði örugglega í 60m grindahlaupi og varð 2. í 60m. Iðunn Björg Arnaldsdóttir sigraði í 1500m og setti mótsmet. Boðhlaupssveit ÍR-A kom fyrst í mark í 4 x 200m boðhlaupi. Til hamingju keppendur, þjálfarar og aðstandendur.