hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
16.3.2016

Aníta Hinriksdóttir á HM í Oregon

Aníta Hinriksdóttir og þjálfari hennar Gunnar Páll Jóakimsson eru komin til Oregon í Bandaríkjunum þar sem Aníta hleypur 800m á HM fullorðinna innanhúss. 17 hlauparar frá 14 þjóðlöndum keppa í undanrásum 19. mars en síðan fara þær bestu áfram í úrslitahlaupið sem hlaupið er daginn eftir. Af þessum 17 hlaupurum er Aníta með 7. besta tímann og besta tíma norðurlandabúa en stúlkur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Marokkó og Eþíópíu eiga betri tíma. Bestan tíma á Ajee Wilson frá Bandaríkjunum 2:00,09 mín en þær Aníta þekkjast á hlaupabrautinni og hafa keppt saman áður. En tímarnir fyrir keppnina segja ekki allt, margar stúlknanna eiga gríðargóða tíma utanhúss frá síðasta ári en lítið keppt innanhúss. Það er því allt opið fyrir Anítu sem hefur hlaupið töluvert innanhúss og er því sterk og fersk. Við óskum Anítu góðs gengis í þessari gríðarsterku keppni sem framundan er. Hún keppir fyrst þann 19. mars kl. 18:15 að íslenskum tíma en úrslitahlaupið fer fram daginn eftir kl. 20:30 að íslenskum tíma. Fylgjast má með mótinu á heimasíðu alþjóða frjálsíþróttasambandsins www.iaaf.org en einnig verður fylgst náið með gangi mála hér á ÍR síðunni.