hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
19.3.2016

Aníta Hinriksdóttir, öflug á HM, gerir okkur stolt enn og aftur

Aníta Hinriksdóttir gladdi okkur enn og aftur með frábærum árangri á HM í Oregon síðdegis í dag. Hún hljóp stórvel í lang hraðast riðlinum sem var fyrstur á brautina og varð hún því að bíða í nokkurn tíma eftir að vita hvort tíminn hennar 2:01.96 mín myndi duga inn í úrslitin. Sigurvegarinn í hverjum af hinum 3 riðlum komst áfram og 3 bestu tímar úr öllum hlaupunum, þetta var því spennuþrungið allt þar til síðasti keppandi í 3. riðlinum kom yfir marklínuna en alls kepptu 17 stúlkur í dag. Aníta varð 3. í sínum riðli og fer inn í úrslitin með 3ja besta tímann sem er stórgott veganesti. Takk Aníta og Gunnar Páll fyrir skemmtunina í dag, þetta var magnað.

Við fylgjumst síðan með Anítu á morgun um kl. 20:30 þegar úrslitahlaupið fer fram og sendum sterka strauma líkt og í dag.