hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
20.3.2016

Aníta Hinriksdóttir 5. á HM í Oregon

Aníta Hinriksdóttir varð í 5. sæti á HM í Oregon í kvöld. Ljóst var fyrir hlaupið að Aníta ætti við ramman reip að draga í þessu öfluga hlaupi eins og allar hinar stúlkurnar. Aníta var á 2. braut og má segja að hún hafi lokast af í byrjun hlaupsins fyrir aftan hina keppendurna. Það losnaði síðan aðeins um hópinn og náði Aníta auka hraðann og kom í mark í 5. sæti á 2:02,58 mín. Hlaupið vann Francine Nyionsaba frá Búrgúndí á 2:00,01 mín sem er ársbesta í heiminum í ár og glæsilegur tími.

Innilega til hamingju Aníta og Gunnar Páll með árangurinn, 5. sæti á HM fullorðinna er stórkostlegur árangur.