hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
26.3.2016

Hlynur Andrésson með bætingu í 5000m hlaupi

Hlynur Andrésson ÍR bætti sig í 5000m hlaupi á Raleygh Relays í USA í gær. Hann hljóp á 14:10,50 mín og bætti sig um heilar 10 sekúndur sem er frábær árangur. Hann er nú í 2. sæti á íslenskri afrekaskrá frá upphafi, aðeins ÍR-ingurinn Kári Steinn Karlsson hefur hlaupið hraðar 14:01,99 mín. Áður var Hlynur 3. á afrekaskránni næstur á eftir Jóni Diðrikssoni sem hljóp fyrir UMSB á sínum bestu árum og hljóp hraðast á 14:13,18 mín þann 21. ágúst 1983. Til hamingu Hlynur.