hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
19.4.2016

Ingigerður fyrsta konan í formannsembætti ÍR í 109 ár

ingaÁ aðalfundi Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem haldinn var í gærkvöld var Ingigerður Guðmundsdóttir kjörin nýr formaður félagsins. Hún er fyrsta konan í 109 ára sögu þessa merka íþróttafélags sem kosin er í embættið. Meðal fyrrverandi formanna ÍR eru Benedikt Waage seinna forseti ÍSÍ og eini Íslendingurinn sem setið hefur í Alþjóða Ólympíunefndinni, Albert Guðmundsson fyrrverandi knattspyrnuhetja og ráðherra, Jón Halldórsson fyrsti keppandi Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum og langahlaupararnir og ólympíufararnir Jón Kaldal og Ágúst Ásgeirsson. Ingigerður hefur starfað af krafti innan félagsins í rúm tuttugu ár og setið í aðalstjórn þess s.l. þrjú ár. Hún er 28. formaður ÍR og með henni í stjórn sitja nú Reynir Leví, Guðrún Brynjólfsdóttir, Magnús Valdimarsson og Sigurður Albert Ármannsson. Um leið og ÍR-ingar óska Ingigerðir til hamingju með kjörið, vænta þeir mikils af störfum hennar og stjórnarinnar sem hún leiðir á komandi starfsári.