hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
21.4.2016

Hlynur Andrésson ÍR með annan besta árangur Íslendings í 10.000m hlaupi

Hlynur keppti í 10.000m hlaupi á Mt. Sac relays í Kaliforníu fyrir háskólalið sitt og varð í 15. sæti af 28 keppendum í sínu hlaupi en í 23. sæti af 63 keppendum en hlaupnir voru 2 riðlar. Hlynur hljóp á feykigóðum tíma 29:36,71 mín sem er bæting um 2 sekúndur og nú er hann aðeins 8 sek frá Íslandmeti Kára Steins Karlssonar ÍR. Úrslit www.mtsacrelays.com/results16.htm

Óskum Hlyni til hamingju með árangurinn.