hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
21.4.2016

Úrslit í 101. Víðavangshlaupi ÍR

IMG_3206Í dag sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í miðbæ Reykjavíkur og gafst þá tækifæri til þess að spretta úr spori á einstakri hlaupaleið sem hæfir ungum sem öldnum, skemmtiskokkurum sem og keppnishlaupurum. Hlaupið var annað fjölmennasta Víðavangshlaup ÍR frá upphafi en 699 hlauparar luku hlaupi, en 740  voru skráðir til leiks. Hlaupið er 5 km langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn.
Kristinn Þór Kristinsson Selfossi og  Aníta Hinriksdóttir, ÍR sigruðu í flokk kvenna og karla í 101. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í dag. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.
Fyrst þrír í karlaflokki voru:
1  Kristinn Þór Kristinsson Selfoss 00:16:08
2 Guðni Páll Pálsson ÍR 00:16:18
3 Þórólfur Ingi Þórsson ÍR 00:16:23          
 
Fyrstu þrjár í kvennaflokki voru:
  1 Aníta Hinriksdóttir ÍR 00:17:21
2 Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 00:18:31
3Jóhanna Skúladóttir Ólafsdóttir 00:18:59 
 
Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld.]. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi.