hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
23.4.2016

Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson í ÍR keppa í Dusseldorf

ÍR-ingarnir og félagarnir Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson keppa í heilu maraþoni í Dusseldorf sunnudaginn 24. apríl. Kári Steinn, ræðst þar ekki á vegginn þar sem hann er lægstur en hann stefnir á að hlaupa undir Ólympíulágmarkinu sem er 2:19 klst. Kári Steinn á best 2:17,12 klst síðan í Berlín árið 2011 en síðan þá hefur hann hlaupið á 2:18,52 klst og 2:21 klst fyrir ári síðan. Arnar stefnir á að bæta sinn besta tíma sem er 2:31.23 klst síðan árið 2014 í Reykjavíkur Maraþoni.

Fylgst verður með gangi mála hjá þeim Arnari og Kára Steini, við vonum að þeir eigi gott hlaup og að aðstæður verði góðar. Gangi ykkur vel.