hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
26.4.2016

Frá úrslitakeppni í keilu 2016

Deildarbikar 2014 IR-PLSÚrslitakeppnin í keilu er farin af stað. Í 1. deild kvenna er umspil um sæti þannig að það lið sem varð í næst neðsta sæti ÍR BK keppir við það lið sem varð í 2. sæti í 2. deild en það er lið ÍA. Spilaðir eru tveir leikir, heima og að heima. Þar sem ÍR BK var í 1. deil hófst leikurinn á þeirra heimavelli þ.e. í Egilshöll. Leikar fóru þannig að ÍR stúlkur unnu leikinn 9 - 5 og spiluðu samtals 1.470 gegn 1.420 eða 163,33 í meðaltal. Annaðkvöld fer svo síðari leikurinn fram upp á Skaga og hefst hann kl. 19:00

Hjá körlum var spilað í undanúrslitum 1. deildar. Þar áttust við annars vegar ÍR KLS sem urðu í 1. sæti í deildinni og KFR Lærlingar og hinsvegar sem enduðu í 4. sæti. Í hinum leiknum áttust við ÍR PLS en þeir urðu í 2. sæti og ÍA W sem varð í því 3. ÍR KLS og KFR Lærlingar skiptu stigunum jafnt á milli sín og endaði leikurinn 7 - 7 og skorið var 1.858 gegn 1.835 eða 206,44 í meðaltal. ÍR PLS átti mjög góðan leik og setti meðal annars ÍSlandsmet í 1 leik þegar þeir náðu 748 eða 249,33 í meðaltal. PLS drengir unnu leikinn 11 - 3 og spiluðu 2.055 gegn 1.894 eða 228,33 í meðaltal. Seinni undanúrslitaleikirnir fara fram í kvöld. PLS strákar fara upp á Skaga en KFR Lærlingar taka á móti KLS í Egilshöll