hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.5.2016

Fréttir frá 60. Frjálsíþróttaþingi FRÍ

60. Frjálsíþróttaþingið var haldið um helgina í Reykjavík. Á þinginu voru mörg mikilvæg mál rædd þar á meðal lög og reglur um meistarmót Íslands og bikarkeppnir, kostnaður iðkenda við keppnir erlendis auk þess sem drög að mótaskrá 2017 og drög að afreksstefnu FRÍ voru lögð fram. Ný formaður var kjörinn og er það Freyr Ólafsson en ÍR-ingurinn Fríða Rún Þórðardóttir tók sæti í stjórn eftir áralanga setu sem varamaður. Guðlaug Baldvinsdóttir, Gunnar Svavarson og Lóa Björg Hallsdóttir voru einnig kjörin í stjórn sambandsins. Sigurður Þórarinsson var kjörinn formaður langhlaupanefndar FRÍ og Stefán Þór Stefánsson formaður skráningarnefndar FRÍ. Að auki var Þorsteinn Magnússon, varamaður í stjórn ÍR skipaður formaður Öldungaráðs. Óskum við hjá Frjálsíþróttadeild ÍR þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir frjálsíþróttahreyfinguna.