hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.5.2016

Heiðursviðurkenningar á 60. Frjálsíþróttaþingi í Reykjavík

Á hverju Frjálsíþróttaþingi, sem haldin eru annað hvert ár, eru einstaklingar heiðraðir fyrir störf sín og framlag til íþróttarinnar og starfsins í heild. Í ár hlutu þeir Felix G. Sigurðsson og Jón Oddsson silfurmerki FRÍ og þau Árni Árnason, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, Guðmundur Pétur Guðmunsson, Helgi Björnsson og Sigurður Þórarinsson hlutu öll eir merki FRÍ. Óskum þeim til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim vel unnin störf í þágu ÍR og frjálsíþrótta á Íslandi.