hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.5.2016

Viðurkenningar fyrir árangur í Frjálsíþróttum fyrir árið 2015

Á Frjálsíþróttaþingi er venjan að veita viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur ársins á undan og hlutu eftirtaldir ÍR-ingar viðurkenningar. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir fyrir árangur í spretthlaupum, Hlynur Andrésson fyrir árangur í langhlaupum og Einar Daði Lárusson fyrir árangur sinn í fjölþrautum. Aníta Hinriksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir árangur sinn í millivegalengdum en hún hlaut 1154 IAAF árangursstig fyrir 800m innanhúss og Guðni Valur Guðnason fyrir árangur sinn í kringluskasti sem var jafnframt besti árangur ársins 2016 í karlaflokki, hann hlaut 1125 stig.
Tristan Freyr Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir mestu framfarir en Tristan bætti sig í öllum sínum keppnisgreinum.

Öldungur ársins í kvennaflokki var Fríða Rún Þórðardótti og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir var valin götuhlaupari kvenna

ársins í öldungaflokkum.

Óskum þeim til hamingju með sinn árangur og vonum að þau eigi eftir að halda áfram að blómstra í sinni grein um ókomin ár.