hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
7.5.2016

ÍR-ingar sigursælir í Víðavangshlaupi Íslands 7. maí

Víðavangshlaup Íslands 2016Kári Steinn Karlsson og Aníta Hinriksdóttir bæði úr ÍR urðu Íslandsmeistarar karla og kvenna í víðavangshlaupum í Laugardalnum 7. maí. Kári Steinn hljóp 8 km á 27.23 mín, Þorbergur Ingi Jónsson UFA varð í 2. sæti og Guðni Páll Pálsson ÍR í 3. sæti. Aníta Hinriksdóttir sigraði kvennaflokkinn á 31:15 mín, Fríða Rún Þórðardótti ÍR varð 2. og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni 3. Sveitir ÍR sigruðu stigakeppni félagsliða en auk Kára og Guðna voru Valur Þór Kristjánsson og Vignir Már Lýðsson í karlasveitinni en Gígja Gunnlaugsdóttir og Eva Skarpas voru auk Anítu og Fríðu Rún í kvennasveitinni. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR sigraði í flokki 15-17 ára, Iðunn Björg Arnaldsdóttir ÍR í flokki 13-14 ára, Gísli Igor Zanen ÍR í flokki 15-17 ára pilta. Fínn dagur hjá ÍR-ingum sem eru alltaf öflugir í þessari keppni en af þeim 38 sem luku keppni voru 24 ÍR-ingar. Fyrr um morguninn var haldið fjölskylduhlaup sem Ármenningar og Garðyrkjubændur standa saman að og var viðburðurinn afar vel heppnaður.