hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
16.5.2016

Andrea fær boð um að keppa í Austurríki

Andrea Kolbeinsdóttir ÍRAndrea fékk boð um þátttöku í stórhlaupi í Vín í Austurríki næstkomandi sunnudag. Það eru um 33.000 þátttakendur í 5 km og 10 km,sem gerir hlaupið að einu fjölmennasta kvennahlaupi í heimi. Andrea keppir í alþjóðlegum hluta 5 km hlaupsins (elite 5 K). Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir Andreu sem er einn efnilegast hlaupari okkar í dag. Hún keppti í fyrsta sinn með landsliðinu 2015, þá 16 ára gömul, er hún keppti á Smáþjóðaleikunum í 5000 m hlaupi og í Evrópukeppni landsliða í 3000 m hindrunarhlaupi. Hún á góða möguleika á að ná lágmarki á EM U18 2016 í 2000 m hindrunarhlaupi. Á myndinni er Andrea hress eftir sigur og brautarmet í styttri veglengd (14 km) Hvítasunnudagshlaups Hauka sem fram fór í dag.