hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
21.5.2016

Kastarar keppa í Halle

Þeir Dagbjartur Daði Jónsson spjótkastari, Guðmundur Sverrisson spjótkastari og Guðni Valur Guðnason kringlukastari eru staddir í Halle í Þýskalandi en þar keppa þeir í dag laugardag og á morgun. Strákarnir fá þar verðuga keppni en raðað er í kastgrúppur eftir árangri. Guðni Valur fær góða keppni í kringlukastinu en hann á annan besta árangurinn í sinni grúppu og sama má segja um Guðmund en 14 keppendur eru í báðum grúppum. Dagbjartur keppir í flokki U20 og er þar með 6 besta árangurinn af 18. Við óskum strákunum góðs gengis og fylgjumst með árangri þeirra um helgina