hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
21.5.2016

Úrslit kastkeppninnar í Halle, allir í 9. sæti.

Úrslitin í Halle í dag urðu eftirfarandi. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 9. sæti í spjótkasti U20 með 59,86 m sem er hans 5. besti árangur frá upphafi en hann á best 66.11 m síðan í júní fyrra. Guðni Valur Guðnason varð einnig 9. í kringlukasti karla með 52,87m þetta er nokkuð styttra en Guðni kastaði á fyrsta móti vorsins hér heima en hann á best 63,50m. Guðmundur Sverrisson varð einnig 9. í spjótkasti karla með 75,10m sem er hans 7. besti árangur skv. afrekaskrá FRÍ og besti árangur síðan 2014 en hann á best 80,66 m síðan 2013. Flott byrjun á keppnistímabilinu hjá Gumma og Dagbjarti.