hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
4.6.2016

Hrafnihild og Ívar bæta sig í Belgíu

13344554_958788800885478_2384103787151440221_nHrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Ívar Kristinn Jasonarson kepptu í morgun á móti í Belgíu. Það má með sanni segja að þau hafi staðið sig með miklum sóma en Hrafnhild byrjaði daginn á að hlaupa 100m í svokölluðu pre-program, sigraði sinn riðil á 11,97 sek í 0,7m/sek mótvindi. Hún varð í 3. sæti í heildina í þessu forprógrami og hleypur vonandi aftur síðar í dag. Hún kom svo aftur sterk til leiks í 200m og hljóp þar á 24.25 sek sem er bæting utanhúss en hún átti best 24.31 sek og er nú í 5. sæti á íslenskri afrekaskrá frá upphafi. Hrafnhild setti tóninn fyrir Ívar Kristinn sem bætti sig í 400m grind hljóp á 52,99 sek. Ívar átti best 53,21 sek og fer upp í 8. sætið á íslenskri afrekaskrá í 400m grindahlaupi og er þetta besti árangur síðan árið 2008 en þá hljóp Björgvin Víkingsson á Íslandsmetinu 51,17 sek. Aníta Hinriksdóttir hleypur 800m síðar í dag en finna má úrslit mótsins á www.putbod.be