hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
6.6.2016

Glæsilegur árangur Anítu Hinriksdóttur í Prag 6. júní

Aníta Hinriksdóttir hljóp í kvöld magnað 800m hlaup á Prag og kom sannfærandi fyrst í mark á 2:00,54 mín sem er aðeins nokkrum brotum frá Íslandsmetinu sem hún á sjálf síðan árið 2013 2:00,49 mín. Þetta gefur góð fyrirheit og það er ljóst að Aníta er í feiknarformi.

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari keppti einnig í Prag og varð í 3. sæti. Hún kastaði jöfnun á sínum 3. besta árangri frá upphafi, 61,37m (í síðasta kasti) en hún á best 62.77 m frá OL í London 2012.

Í Svíþjóð kepptu spretthlaupararnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason og hlupu þeir mjög vel, bættu sig báðir í 200m. Ari Bragi hljóp á 10.72 sek í 100m og 200m á 21,19 sek og Kolbeinn 100m á 10.76 sek og 200m á 21,44 sek. Frábært að fylgjast með árangri íslenskra frjálsíþróttamanna þessa dagana.