hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
10.6.2016

Smáþjóðamótið á Möltu, ÍR-ingar í eldslínunni

Smáþjóðameistaramótið fer nú fram í fyrsta sinn á morgun laugardaginn 11. júní. Ísland sendir þangað 16 keppendur þar af eru 6 ÍR-ingar, það eru:
Hrafnhild Eir Hermóðsdótti sem keppir í 100m, 200m og boðhlaupi. Ívar Kristinn Jasonarson sem keppir í 400m og boðhlaupi, Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800m, Guðni Valur Guðnason sem keppir í kringlukasti og kúluvarpi, Óðinn Björn Þorsteinsson sem keppir í kúluvarpi og Hlynur Andrésson sem hleypur 3000m. Guðni keppir fyrstur ÍR-inganna, en hann er með langbesta árangur allra 7 keppenda í kringlukasti. Mótið er mikilvægur hluti af undirbúningi Guðna fyrir EM í Amsterdam í byrjun júlí. Óðinn keppir næstur ÍR-inga og er hann með 3ja besta árangurinn af þeim 6 sem kasta, fyrir framan hann eru tveir 20m menn, verðug keppni fyrir Óðinn sem er með gríðarlega reynslu að baki í alþjóðlegum keppnum og stefnir á að ná lágmarki á EM. Hrafnhild fær mjög harða keppni í 100m, en hún er í hraðari riðlinum og verður spennandi að fylgjast með því en hún var að hlaupa mjög vel um síðustu helgi og greinilega í fínu formi. í 200m er hún með 2. besta tímann í hraðari riðlinum. Ívar hleypur 400m í seinni riðlinum og fær þar mjög góða keppni sem hann nær vonandi að nýta sér vel og bæta sig í 400m líkt og í 400m grind um sl. helgi. Hlynur Andrésson fær verðuga keppni í 3000m og verður hann að berjast um verðlaunasæti ef svo fer fram sem horfir. Aníta Hinriksdóttir hleypur 800m fyrir Ísland og hún á mjög góða möguleika á gullverðlaunum ef allt gengur upp en hún er með besta tímann á blaði auk þess sem hún hefur hlaupið mjög vel undanfarið. Fylgst verður með gangi mál  en hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á athleticsmalta.com/timetable Þeir Jón Oddsson og Pétur Guðmundsson frá ÍR, Ragnheiður Ólafsdóttir frá FH og Unnur Sigurðardóttir leiða liðið í gegnum keppnina en Árni Árnason sjúkraþjálfari verður þeim til halds og trausts. Áfram Ísland.