hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
10.6.2016

NM ungmenna í fjölþrautum, Huddinge í Svíþjóð, Tristan Freyr meðal keppenda

Tristan Freyr Jónsson og þjálfari hans Þráinn Hafsteinsson verða um helgina í eldlínunni á NM ungmenna í fjölþrautum. Þar etur Tristan keppi við 8 aðra pilta 18-19 ára í tugþraut. Tristan er eini Íslendingurinn sem keppir á mótinu að þessu sinni en mjög ströng lágmörk voru sett fyrir þátttöku. 

Tristan á best 7.203 stig síðan á EM í fyrra en hann varð í 6. sæti á NM í fyrra eftir mjög harða keppni, árangur hans á EM hefði dugað í 3. sæti á NM, sem lýsir vel styrk keppninnar. Ekki kemur fram hvaða árangur hinir keppendurnir um helgina eiga en fljótt á litið virðist sem tveir keppendur, auk Tristans hafi keppt á þessu sama móti í Danmörku 2015. Fylgst verður með gangi mála á morgun.