hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
11.6.2016

Tristan Freyr Jónsson ÍR leiðir 18-19 ára flokkinn á NM í þraut.

Tristan Freyr leiðir eftir fyrri dag á NM en hann hefur auk þess landað tveimur bætingum í þraut í morgun, hann sigrað 3 greinar og varð annar í einni. Dagurinn hófst á 100m hlaupi og þar varð Tristan í 2. sæti á tímanum 11.31 sek í 2.4 m/s mótvindi, hinn riðilinn fékk nánast logn það er því misvindasamt á vellinum auk þess að vera frekar kalt. Í langstökkinu stökk hann 7,03m í 3ja stökki en hin tvö voru ógild, hann sigraði samt langstökkið þrátt fyrir þetta. Í kúluvarpinu bætti Tristan sig í þraut, kastaði 12,83 og hann lék síðan sama leikinn í hástökkinu þar sem hann stökk 1,96m og bætti sig í þraut og sigraði greinina. Í 400m sem er síðasta grein fyrri dags sigraði Tristan glæsilega á 50,20 sek. Hann leiðir með 3.843 stig, Ruthstrom frá Svíþjóð er 2. 3.659 stig og Moldau frá Eistlandi er 3. með 3.617 stig. Fyrir síðustu grein var forskot Tristans 99 stig en er nú 184 stig. Glæsilegt, til hamingju.