hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
11.6.2016

Íslendingar Sigursælir á Smáþjóðamótinu á Möltu

ÍR-ingar hafa staðið sig vel á Smáþjóðamótinu á Möltu. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í 2. sæti með 12:15 sek, á sama tíma og sú sem var fyrst, aðeins sjónarmunur var á milli þeirra en sterkur mótvindur var í hlaupinu. Hún varð síðan 1. í 200m á 24,56 sek. Guðni Valur Guðnason stóð sig einnig frábærlega sigarði með 3 m lengra kasti en næsti maður 60,05m í kringlukasti. Aníta Hinriksdóttir varð 1. í 800m á 2:01,71mín, um 3 sek á undan næsta keppanda. Óðinn Björn Þorsteinsson varð 3. í kúluvarpinu, 18,38 m. Ívar Kristinn Jasonarson varð í 9. sæti í 400m á 49,09 sek og Hlynur Andrésson varð í 5. sæti í 3000m á 8:28,58 mín.

Aðrir Íslendingar sem komust á pall voru Arna Stefanía Guðmundsdótti með gull í 400m og silfur í 100m grind, Ari Bragi Kárason með gull í 100m og 200m, Kristinn Torfason brons í langstökki, Þórdís Eva Steinsdóttir brons í 400m, Hafdís Sigurðardóttir gull í langstökki. Í 1000m boðhlauunum (100m, 200m, 300m, 400m) sigruðu konurnar 2:08,44 mín en sveitina skipuðu Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Aníta Hinriksdóttir.