hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
12.6.2016

Tristan Freyr Jónsson Norðurlandameistari í tugþraut og HM lágmark í höfn.

Tristan Freyr Jónsson byrjaði daginn vel á NM í Huddinga þar sem hann og þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson eru á seinni degi tugþrautarinnar. Fyrsta grein dagsins var 110m grindahlaup sem Tristan sigraði í, á tímanum 14,57 sek í töluverðum mótvindi. Kringlukastinu er nú lokið, 37,81 sem er um 1.20m styttra en hann á best. Erfiðar aðstæður einkenndu stangarstökkskeppnina en mikill hliðar-mótvindur var og stökk Tristan aðeins 4.33m sem en helstu keppinautar felldu byrjunarhæð sem segir mest um ástandið. Kannski má segja að Tristan búi að því að vera vanur aðstæðum hér heima. Í spjótkastinu bætti Tristan sig með 51,59 m kasti og hélt hann áfram að leiða keppnina með 6.688 stig og 163 stig í forskot fyrir 1500m. Í 1500m hljóp Tristan á 4:57,73 mín og varð heildarstigastaðan því 7.261 stig sem er bæting um 58 stig frá því á NM í fyrra. Norðurlandameistaratitill og HM U20 lágmark í höfn sem er frábær árangur, sér í lagi í ljósi aðstæðna sem keppendur bjuggu við um helgina. Til hamingju Tristan, Þráinn og allir þeir sem standa að baki þjálfun og árangri hans.