hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
15.6.2016

Aníta Hinriksdóttir og Guðmundur Sverrisson kepptu á móti í Sviss

Aníta Hinriksdóttir og Guðmundur Sverrisson kepptu á boðsmóti í Lausanna í Swiss í gærkvöldið á meðan íslenska landsliðið keppti við Portúgal. Aníta varð í 2. sæti á eftir Lynsey Sharp fá Bretlandi. Aníta hljóp á 2:03,17 mín en Linsey kom í mark á 2:02.87 mín. Hlaupið var mjög taktískt og rólegt upp í 650m að sögn Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara Anítu, en síðan átti Aníta mikinn endasprett og fór fram úr mörgum sterkum keppendum öllum nema Sharp, meðal annars Meadows frá Bretlandi sem Aníta hefur keppt á móti margsinnis. Mjög jákvætt fyrir EM í Amsterdam og síðan Ólympíuleikana í Ríó.

Guðmundur keppti í spjótkasti og kastaði lengst 72.69 m og varð í 3. sæti aðeins styttra en hann kastaði í Halle á dögunum.

Ásdís Hjálmsdóttir keppti einnig á mótinu og varð hún í 4. sæti með 57.35 m