hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
15.6.2016

Frábær árangur á Vormóti ÍR, Íslandsmet, aldursflokkamet og lágmörk féllu

Vormót ÍR fór fram í 74. sinn í fínu veðri á Laugardalsvelli. Vigdís Jónsdóttir FH setti kvennamet í sleggjukasti þegar hún kastaði sleggjunni 58,56 m, eldra metið átti hún sjálf 58,43 m sem hún setti sjálf í maí 2015. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR setti stúlknamet 15 ára í 200m hlaupi þegar hún hljóp á 25.04 sek, gamla metið sem var 25.04 sek var orðið 10 ára gamalt og í eigu Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur úr USVH. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppti í 2000m hindrunarhlaupi og hljóp á 7:05,87 mín sem er lágmark á EMU18 í Georgíu í sumar og vel það þar sem lágmarkið er 7:25 mín. Andrea er skammt frá Íslandsmetinu í greininni sem er rétt undir 7:05 mín. Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR sem tekið hefur mjög stórstígum framförum í kringlukastinu kastaði 48,07 m og náði lágmarki á HMU20 í Póllandi í sumar. Sigurjón Sigurbjörnsson setti nýtt Íslandsmet í flokki 60-64 ára í 3000m hlaupi og Signý Hjartardóttir setti met í flokki 14 og 15 ára í 2000m hindrunarhlaupi.

Hlynur Andrésson ÍR sigraði í Kaldalshlaupinu og það með yfirburðum hljóp á 8:39,96 mín.