hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
22.6.2016

Aníta Hinriksdóttir keppir á sterku móti í Madrid 23. júní

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sterku móti í Madrid á Spáni fimmtudagskvöldið 23. júní, á svonefndu áskorendamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Aníta er með 6. besta tíma keppenda í 800m en fimm konur eru með skráðan besta tíma undir 2 mínútum, og þrjár þeirra á þessu ári. Mótið er mikilvægur hluti af loka undirbúningi Anítu fyrir EM í Amsterdam en þar keppir hún 6. júlí næstkomandi. Heimasíða mótsins á Spáni er www.rfea.es og óskum við Anítu góðs gengis á mótinu en hún hefur sýnt mjög gott form að undanförnu og er til alls líkleg.