hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
22.6.2016

Bauhaus Mannheim mót í frjálsíþróttum, 3 ÍR-ingar meðal keppenda

Stórmótið Bauhaus Junioren Gala mótið fer fram í Mannheim um næstu helgi, dagana 25. og 26. júní. Fimm íslensk frjálsíþróttaungmenni eru meðal keppenda, þar á meðal þrír ÍR-ingar. Tristan Freyr Jónsson er skráður í 200m, 400m og 110m grindahlaup en vonir standa til að hann komist inn í 100m og langstökkið líka. Tristan er 17. besta tímann af 26 í 200m sem segir mikið til um styrkleika mótsins en reyndar er munurinn mjög lítill og aðeins um 10/100sek sem skilur að 10. og 17. sætið á startlistanum. Í 110m grindahlaupi eru 21 keppendur og fær Tristan mjög harða keppni þar. 25 keppendur eru skráðir til leiks í 400m en þar keppa Tristan og Kormákur Ari Hafliðason í FH, þeir félagar eru með 17. og 18. bestu tímana. Thelma Lind Kristjánsdóttir hefur verið að taka stórstígum framförum í kringlukastinu undanfarið og mun etja kappi við 11 aðrar stúlkur sem allar stefna á bætingu og HM lágmark sem Thelma hefur nú þegar náð. Dagbjartur Daði Jónsson keppir í spjótkasti og stefnir ótrauður á HM lágmark. Hann hefur lengst kastað 66,11 m og fær harða keppi í Mannheim en í spjótkastinu eru 9 keppendur skráðir. Þórdís Eva Steinsdóttir keppir í 400m og fær hún mjög harða og verðuga keppni en 27 stúlkur eru skráðar. Þráinn Hafsteinsson þjálfari hjá ÍR er þjálfari í ferðinni. Óskum við þeim öllum góðs gengis og góðrar ferðar.