hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
23.6.2016

Aníta Hinriksdóttir í 3. sæti í Madríd, 2:00.86 mín

Aníta Hinriksdóttir varð í 3. sæti á gríðarsterku móti í Madrid í kvöld. Aníta hljóp á 2:00,86 mín en hlaupið vannst á 2:00.22 mín, 2. sætið 2:00,36 mín. Það var ljóst fyrir hlaupið að það yrði mjög sterkt en 5 konur áttu undir 2 mínútum og þar af 3 á þessu ári. Þetta er þriðji besti tími Anítu utanhúss, en hún á best 2:00:49 mín og 2:00:55 mín sem er hennar ársbesta.

Frábær árangur hjá Anítu sem er á leiðinni á EM í Amsterdam í byrjun júlí. Til hamingju Aníta og Gunnar Páll.