hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
25.6.2016

Tristan Freyr Jónsson með aldursflokkamet og HMU20 lágmark í 110 m grindahlaupi

Tristan Freyr Jónsson ÍR keppti í dag, ásamt tveimur öðrum íslenskum ungmennum, á Bauhaus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi. Tristan keppti fyrst í 110 m grindahlaupi og varð í 15. sæti á tímanum 14,05 sek sem er Íslandsmet í 19 ára flokki og einnig HMU20 lágmark en hann er nú þegar með lágmark í tugþraut. Hann vantaði aðeins 3/100 sek til að komast í 12 manna úrslit. Stuttu síðar keppti hann í 100m og hljóp á 10,77 sek sem er bæting en hann hefði þurft 10.61 sek til að komast í úrslit. Kormákur Ari Hafliðason FH keppti í 400m hljóp á 50,37 sek og varð 19. og Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti einnig í 400m, hljóp á 55,68 sek og varð 10. Rigning og rok var á vellinum þegar 400m fóru fram. 

Á morgun keppa Thelma Lind Kristjánsdóttir í kringlukasti og Dagbjartur Daði Jónsson í spjótkasti og Tristan Freyr í 200m og mögulega langstökki.