hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
26.6.2016

Bauhaus Mannheim mótið

Tristan Freyr Jónsson, Dagbjartur Daði Jónsson og Thelma Lind Kristjánsdóttir kepptu í Mannheim í dag. Thelma Lind varð 9. í kringlukasti með 46,48 m hennar 3. besti árangur. Tristan hljóp 200m á 22,28 sek í mótvindi og varð í 21. sæti og stökk lengst 6,80m í langstökki. Dagbjartur kastaði 60,51 m og varð 4. í sinni kastgrúppu. Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp 200m á 24,95 sek sem er hennar besti tími utanhúss, og skilaði tíminn henni í 20. sæti.