hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
26.6.2016

MÍ 11-14 ára lokið

Frjálsíþróttadeild ÍR hélt um helgina Meistaramót Íslands í flokkum 11-14 ára. Á mótinu kepptu frjálsíþróttaungmenni frá 13 félögum og samböndum á landinu og voru keppendur 211 talsins þar af 65 frá HSK/Selfossi. Lið HSK/Selfoss sigraði heildarstigakeppni mótsins með 1204 stig, lið FH varð í 2. sæti með 553 stig, lið UFA varð í 3. sæti með 449 stig og lið ÍR í 4. sæti með 186 stig. Stigin eru reiknuð þannig að 10 efstu í hverri grein hljóta stig fyrir sitt félag. 12 mótsmet voru sett og þau Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti piltamet 13 ára í hástökki 1,72m og Glódís Edda Þuríðardóttir UFA setti met í 80m grindahlaupi 13 ára stúlkna. ÍR liðið hlaut 2 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun sem er heldur minna en undanfarin ár en aðeins 20 keppendur kepptu fyrir hönd ÍR á mótinu. 

Íslandsmeistarar úr röðum ÍR-inga voru Daniel Atli Matthiasson Zaiser sem sigraði í spjótkasi pilta 13 ára og Iðunn Björg Arnaldsdóttir í 600m en hún keppir í flokki 14 ára stúlkna. Óskum Daniel og Iðunni til hamingju með Íslandsmeistaratitlana en einnig öllum hinum sem tóku þátt. Það er mikilvægast að vera með og taka þátt og eiga góða daga saman á vellinum. ÍR þakkar öllum foreldrum og öðrum starfsmönnum mótsins sem og öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir helgina.