hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
28.6.2016

Góður kringlukastárangur

Thelma Lind Kristjánsdóttir kastaði í kvöld 50.42 m á móti í Kaplakrika í kvöld. Þetta er nýtt unglingamet en gamla metið átti Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH 50,18m.

Guðni Valur Guðnason keppti á sterku kastmóti í Sollentuna í Svíþjóð, varð 7. með kast upp á 59,06 m í meðvindi. Guðni er nú á leiðinni til Hollands með þjálfara sínum í loka undirbúning fyrir EM í Amsterdam sem hefst um miðja næstu viku.